Nokkrir Fylkismenn kepptu um helgina á sterku karatemóti í Svíþjóð, Stokkhólm Open. Um 650 keppendur voru á mótinu frá 12 löndum. Mjög góður árangur náðist hjá Íslendingunum sem unnu til 5 gullverðlauna og 27 verðlauna í heildina.
Fimm Fylkismenn unnu til verðlauna og koma nöfn þeirra hér fyrir neðan:
Silfur kumite junior -61kg, Elías Guðnason
Brons kumite junior +76kg, Eggert Ólafur Árnason
Brons kumite junior +76kg, Bergþór Vikar Geirsson
Brons kumite junior -68kg, Jóhannes Gauti Óttarsson
Brons kumite senior -78kg, Arnór Ingi Sigurðsson

Hér er Fylkishópurinn sem fór til Svíþjóðar